Frettir

02

nóv. 2017

RSÍ og SART gefa nemendum Rafbók.

Nemendur VMA með Rafbók

Í haust hafa Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök rafverktaka haldið áfram að færa rafiðnaðarnemum spjaldtölvu að gjöf. Verkefnið hófst fyrir ári síðan og að þessu sinni fengu 254 nemendur spjaldtölvugjöf eða allir nýnemar í rafiðnaði. Fulltrúar RSÍ og SART heimsóttu allar 8 rafnámsgrunndeildir verknámsskólanna og var þeim vel tekið.

Með þessu átaki tryggja SART og RSÍ jafnan aðgang allra rafiðnaðarnema að gjaldfrjálsu íslensku námsefni í rafiðnaðargreinum sem er að finna á www.Rafbók.is . SART og RSÍ hafa nú fært öllum rafiðnaðarnemum og rafiðnaðarkennurum á landinu spjaldtölvu og vona að gjöfin muni nýtast vel í námi og starfi.

 

Loading...