Frettir

29

jan. 2018

Ný handbók, Spennujöfnun í byggingum

Spennujöfnun í byggingum er handbók sem ætlað er að fylla upp í það tómarúm sem hefur verið í faglegu fræðsluefni sem fjallar um spennujöfnun í byggingum. Uppbygging raflagna og rafmagnsdreifingar er nær alveg eins í Svíþjóð og á Íslandi og var því nærtækast að fá leyfi sænska Staðlaráðsins til að þýða Handbók SEK 413 sem gefin var út í 4. útgáfu 2012. Þar sem kröfur í handbókinni stangast á við íslenskar kröfur s.s. reglugerð, staðla og tæknilega tengiskilmála þá gilda íslensku kröfurnar.

Handbókinni er ætlað að vera hjálpartæki fyrir þá sem vinna við gerð raflagna og þá sérstaklega sem fást við spennujöfnun í byggingum.

 

 

Loading...